fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Vægast sagt umdeildur náttúrupassi

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. desember 2014 12:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það verður að segjast eins og er – náttúrupassinn er að fá hrikalega vond viðbrögð.

Ýmislegt kemur til. Fólk les fréttir um að það megi ekki vera á Þingvöllum án þess að borga. Og svo velta menn fyrir sér stjórnsýslunni í kringum þetta.

Verður hún ekki rándýr? Hvað kostar eftirlitið með því að allir hafi borgað – og innheimta sekta þeirra sem láta það undir höfuð leggjast.

Samt er það víða svo að fólki þykir sjálfsagt að greiða fyrir aðgang að náttúrunni. Í Kanada og Bandaríkjunum er rukkað fyrir aðgang að þjóðgörðum. Yfir því er almennt ekki kvartað. En sjálf greiðslan er innt á hendi við innganginn í þjóðgarðana – við þartilgerð hlið.

Svo er kvartað undan því að Íslendingar, þeir sem eigi heima hérna, þurfi að borga rétt eins og útlendingarnir sem koma kannski bara einu sinni? Eru það jafnræðissjónarmið sem liggja þar að baki? En var ekki fyrst og fremst hugmyndin að fá tekjur af stórauknum fjölda erlendra ferðamanna til að standa að bráðnauðsynlegri uppbyggingu og verndun á ferðamannastöðum?

Spyrja má hvers vegna ekki er hægt að gera þetta með öðrum hætti – til dæmis gistináttagjaldi eða ákveðinni upphæð sem leggst á flugmiða? Það virðist vera einfaldari og skilvirkari leið. Maður þekkir gistináttagjald sjálfur af ferðalögum bæði í Evrópu og Bandaríkjunum.

Steingrímur J. segist frekar vilja sitja af sér sekt fangelsi en að borga sjálfviljugur fyrir að horfa á sinn gamla Dettifoss. Það er mikil dramatík. En á samfélagsmiðlum er maður að sjá fjölda ummæla sem eru á sömu bókina lærð:

Þingvellir hafa verið „friðlýstur helgistaður allra Íslendinga“ frá 1930 en ekki lengur.

Og:

Ég mun ALDREI borga aðgang að náttúru Íslands.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu