fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

Breytingar á ríkisstjórninni?

Egill Helgason
Fimmtudaginn 4. desember 2014 09:50

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Menn velta því fyrir sér hvort verði meiri breytingar á ráðherraskipan í dag en að einfaldlega verði settur sjálfstæðismaður í embætti innanríkisráðherra.

Innanríkisráðuneytið er ekki nema hálft núna frá því sem var – dómsmálaráðuneytið var sett í forsætisráðuneytið þegar vandræði Hönnu Birnu Kristjánsdóttur fóru að ágerast. Það var heldur vandræðalegur gjörningur og varla ætlunin að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson fari lengi með dómsmálin.

Innanríkisráðuneytið nú er því að megninu til samgönguráðuneytið gamla – kannski verður sameinað aftur í dag?

Framsóknarflokkurinn á hugsanlega inni ráðherra miðað við fjölda ráðherra í ríkisstjórn. Þeir eru nú fjórir frá Framsókn og fimm frá Sjálfstæðisflokki. Sigurður Ingi Jónsson gegnir embætti umhverfisráðherra meðfram því að vera landbúnaðar- og sjávarútvegsráðherra.

Kannski væri nú heppilegur tímapunktur að skipa sérstakan umhverfisráðherra – ef á annað borð er áhugi á því? Þar virðist vera næst í röðinni Vigdís Hauksdóttir, líka ef á að gæta að kynjahlutföllum. Vangaveltur hafa verið um að Sigmundur Davíð vilji ekki fá hana inn í ríkisstjórn. En þess er að gæta að Vigdís er í feiki áhrifamikilli stöðu. Hún er formaður valdamestu þingnefndarinnar, sjálfrar fjárlaganefndar, og hefur aldeilis látið taka til sín sem slíkur.

Hugsanlegt er að áhrif Vigdísar myndu beinlínis minnka við að setjast í ráðherrastól.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu