fbpx
Fimmtudagur 31.júlí 2025
Eyjan

Sigrún í ríkisstjórn, Eggert og Kolbrún á DV

Egill Helgason
Þriðjudaginn 30. desember 2014 19:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þær eru athyglisverðar hræringarnar í stjórnmálum og fjölmiðlum nú rétt fyrir áramótin.

Þrátt fyrir fylgisleysi í skoðanakönnunum styrkir Framsóknarflokkurinn sig í ríkisstjórn. Þangað inn kemur Sigrún Magnúsdóttir og verður umhverfis- og auðlindaráðherra. Framsóknarflokkurinn hefur nú jafnmarga ráðherra við ríkisstjórnarborðið og Sjálfstæðisflokkurinn. Sigrún er afskaplega trygg formanni sínum, Sigmundi Davíð.

Þetta þýðir að Vigdís Hauksdóttir verður áfram formaður fjárlaganefndar þar sem hún skapar reglulega mikinn usla – svo mikinn usla að það geta varla talist góðir stjórnarhættir eða ríkisstjórninni til framdráttar. Bæði hún og Guðlaugur Þór Þórðarson, varaformaður nefndarinnar, virðast líta á það sem eitt af helstu verkefnum sínum að ögra og skapa ófrið í samfélaginu – á stað þar sem er einmitt þörf fyrir stillingu, beitingu vitsmuna og rósemd hugans.

Raddir höfðu verið uppi um að klókara hefði verið fyrir Sigmund – upp á friðinn í samfélaginu að gera – að kippa Vigdísi inn í ríkisstjórn. En hann virðist alla tíð hafa verið staðráðinn í að hleypa henni ekki þangað.

Uppstokkunin á DV kom eins og sprengja inn á samfélagsmiðlana sem loga– svo maður noti klisjuna. Annar nýi ritstjórinn, Eggert Skúlason, er vissulega tengdur Framsóknarflokknum með ýmsum hætti, svo einhver stefnubreyting hlýtur að vera yfirvofandi á blaðinu. Eða það skyldi maður halda?

En Eggert er líka gamall blaðamaður. Hann var blaðamaður og fréttastjóri á Tímanum og þótti bæði harður og snjall sem slíkur. Svo var hann lengi fréttamaður á Stöð 2 og þótti góður sem slíkur. Hætti og var þá orðinn mjög leiður á blaðamennskunni, veit ég.

Kolbrún Bergþórsdóttir kemur af Morgunblaðinu. Maður er ekkert að upplýsa stórt leyndarmál þegar maður segir að hún hafi verið orðin þreytt á vistinni þar. Steininn tók úr þegar Óskar Magnússon hætti sem framkvæmdastjóri, og annar ritstjórinn, Haraldur Johannesson tók við, meðfram því að vera áfram ritstjóri. Óskar var í góðu áliti hjá starfsmönnum Moggans, sem þykir sjónarsviptir af honum. Haraldur lýtur hins vegar í einu og öllu boði hins ritstjórans – er framlenging á honum.

Það verður fróðlegt að sjá hvað þau Eggert og Kolbrún gera við DV. Blaðið er þekkt fyrir að vera hart og ágengt – og snögg breyting á því gæti rústað orðspori þess, rétt eins og þegar Óli Björn Kárason og félagar eignuðust blaðið fyrir meira en áratug og hugðust breyta því í áróðursmálgagn fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Það getur verið býsna erfitt að finna nýjan markhóp fyrir svona blað.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást

Óttar Guðmundsson skrifar: Æskuást
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað

Orðið á götunni: Samfylkingin og Viðreisn á flugi í nýrri skoðanakönnun – málþófsminnihlutanum refsað
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni

Orðið á götunni: Lánlítil stjórnarandstaða – ætlar aftur í slag gegn þjóðinni