fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

2014 í alþjóðapólitík – ekki gott ár

Egill Helgason
Sunnudaginn 28. desember 2014 19:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirleitt finnst mér áramót ekki svo mikilvæg að þau kalli sérstaklega á uppgjör. Mér leiðiyt frekar þegar rifjaðar eru upp fréttir af tiltölulega nýliðnum atburðum.

En árið 2014 er dálítið sérstakt. Það var nefnilega hundleiðinlegt. Þá er ég að meina í heimspólitíkinni.

Viðurstyggilegar öfgahreyfingar vaða uppi – bjartsýnin í arabíska vorinu er gufuð upp og við er tekin svæsin leppstjórn herforingja í Egyptalandi, en í Írak og Sýrlandi fara ungir nihilistar um myrðandi og nauðgandi í nafni íslamstrúar. Að þessu laðast ungt fólk frá Evrópu – það er áhyggjuefni.

Ísraelar gerðu grimmilegar árásir á Gaza, nú hefur komið í ljós að eyðileggingin var enn meiri en talið var í sumar. Ofsatrúaröfl ná sífellt meiri undirtökum í pólitíkinni í Ísrael, draumurinn um heimaland gyðinga hefur breyst í rasíska martröð.

Nýfasisma vex ásmegin í Evrópu, hann er víða klæddur í jakkaföt og með bindi, en ógnin er söm. Það er stórt verkefni fyrir lýðræðissinna að stöðva framrás fasismans á næstu árum og verður ekki auðvelt.

Rússland hrynur að innan frá vegna óstjórnar, spillingar og lækkandi olíuverðs. Viðskiptaþvinganir Vesturlanda gera stöðuna enn erfiðari. Pútín notar hefðbundin ráð autokrata og magnar upp þjóðrembu. Í þessu ástandi er þessi litli og lítilsigldi maður, sem var skapaður af KGB, afar hættulegur.

Þetta er ekki skemmtileg staða, þróunin á árinu gefur lítið tilefni til bjartsýni. Í Evrópu ríkir efnahagsleg stöðnun, en í Bandaríkjunum virðist efnahagsbati ekki skila sér til almennings. Hlutabréfamarkaðir bólgna út, fjármálavaldið drottnar yfir stjórnmálunum og ójöfnuður er að verða helsta einkenni samtímans.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB