fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Merkilegt samkomulag í Svíþjóð

Egill Helgason
Laugardaginn 27. desember 2014 14:18

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það eru góð tíðindi að kosningum skuli hafa verið aflýst í Svíþjóð. Til þeirra hafði verið boðað í mars eftir að minnihlutastjórn Sósíaldemókrata mistókst að koma fjárlagafrumvarpi gegnum þingið.

En nú er ekki rétti tíminn fyrir stjórnmálaólgu. Hinir hryllilegu Svíþjóðardemókratar sækja á – það er illt til þess að kjósendur skuli snúa sér til þeirra eftir stöðugleikaskeið undir stjórn hægri- og miðflokka. Svíþjóð fór ríkja best út úr kreppunni 2008.

Nú hafa stjórnmálaflokkarnir í Svíþjóð, borgaraflokkarnir svokallaðir og jafnaðarmenn, náð samkomulagi um að minnihlutastjórnin geti starfað áfram, þeir kallað þetta „desembersamkomulag“ sem felist í því að axla ábyrgð á stjórn landsins.

Þetta er bráðnauðsynlegt og er vonandi fyrirheit um það sem koma skal í Evrópu. Hófsamir hægriflokkar, miðflokkar og flokkar jafnaðarmanna þurfa að snúa bökum saman gegn þeirri ógn sem stafar af uppgangi nýfasískra hreyfinga víða um álfuna.

Lærdómur sögunnar er gagnlegur í þessu sambandi. Í Þýskalandi millistríðsáranna toguðu nasistar og kommúnistar hvorir í sína áttina, rifu samfélagið í sundur – en lýðræðissinnar í borgaraflokkunum og í hreyfingu jafnaðarmanna báru ekki gæfu til að vinna saman gegn öfgunum. Því fór sem fór.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar