fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Smækkunaráhrif

Egill Helgason
Föstudaginn 26. desember 2014 11:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Orðustand er nokkuð óskiljanlegt.

Mestu orðumenn allra tíma voru kommmúnistaleiðtogar í Rússlandi. Þeir hengdu orður hver á aðra þangað til þeir urðu eins og jólatré, gátu varla staðið fyrir pjátrinu.

Stundum hengdu þeir jafnvel orður á sjálfa sig.

Ef einhverjir verðskulda orður þá það helst fólk sem vinnur óvænt afrek. Bjargar mannslífum. Fær stórkostlegar hugmyndir. Vinnur af fórnfýsi.

En almennt er ástæðulaust að láta fólk fá orður fyrir að vinna vinnuna sína.

Það hefur tíðkast hér að orður eru hengdar á ráðherra. Ástæðan er fyrst og fremst sú að þá er auðveldara að skipa í sæti veislum. Þetta er semsagt einhvers konar prótólkoll.

En orðuhafinn stækkar ekkert vegna þessa – heiðursmerkið sjálft gerir það yfirleitt ekki heldur. Það er jafnvel hugsanlegt að af þessu séu smækkunaráhrif.

Enda er þetta helst til marks um fánýti, tildur og hégóma.

Gáfaður vinur minn orðar þetta svo á Facebook:

Orðuveitingar hafa alltaf verið gamanefni á Íslandi því orður njóta engrar virðingar, enda óþjóðlegar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB