fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Gleðileg jól!

Egill Helgason
Miðvikudaginn 24. desember 2014 08:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lesendum síðunnar óska ég gleðilegra jóla.

Læt fylgja með þessa mynd sem er tekin í Austurstræti 1953 eða um það bil. Guðjón Friðriksson segir á síðunni Gamlar ljósmyndir að Jón H. Björnsson, sem kenndur var við Alaska, hafi staðið fyrir fyrstu jólaskreytingunni í Austurstræti einmitt árið 1953. Þar mun líka hafa átt hlut að máli svokallað Fegrunarfélag.

Þetta eru glæsilegar skreytingar, en manni dettur samt í hug að þær hefðu getað fokið burt ef gert hefði óveður. En mikið hlýtur þetta að hafa glatt borgarbúa í smábænum sem Reykjavík var þá.

Við sjáum að Útvegsbankahúsið er ekki nema ein hæð þarna – hefði reyndar átt að vera þannig til langframa. Morgunblaðshúsið er ekki komið og ekki heldur nútímahúsin sem standa hvort sínu megin við Austurstætið, þar sem nú er Eymundsson sunnanmegin götu og 10/11 norðanmegin hennar.

 

 

Jón H. Björnsson var merkismaður, hann var fyrsti menntaði landslagsarkitekt Íslands og hannaði meðal annars Hallargarðinn. Hann fór 1951 til Alaska og safnaði mikið af fræjum, tré úr þeirri ferð standa víða um borgina. Um þetta var gerð mynd sem sjá má á vefsíðunni alaska.is sem helguð er Jóni H. Björnssyni. Þar er líka að finna mynd um Jón úr þáttaröðinni Frumkvöðlar, það var Sveinn M. Sveinsson sem gerði myndina.

Hann stofnaði svo gróðrarstöðina Alaska sem var stutt fyrir neðan Miklatorg, þar sem nú liggur hraðbraut. Alaska var fastur viðkomustaður borgarbúa fyrir jólin, enda var þar fagurlega skreytt og mikill jólaandi. Auglýsingarnar frá Alaska sem birtust í sjónvarpi þekktu líka allir, þær hljómuðu svona:

„Hvar fáum við jólaskraut og jólatré?“

„Í Alaska!“

„En blóm og gjafavöru?“

„Í Alaska, gróðrarstöðinni við Miklatorg!“ 

 

Úr Morgunblaðinu 9. desember 1967.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 7 klukkutímum
Gleðileg jól!

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Við borðið eða á ganginum?
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV

Orðið á götunni: Vindhögg í beinni hjá sægreifum og RÚV
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna

Orðið á götunni: Þyrnirósir vakna
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum

Bergþór Ólason þóttist vera túristi í leigubíl í gær og þá var svindlað á honum
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning

Steingerður Þorgilsdóttir skrifar: Auður Eir tengir sál við sál – 50 ára fermingarminning
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Forsætisráðherra: „Ekki á dagskrá“ að fara að vilja meirihluta þjóðarinnar