fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Þorláksmessa í Miðbænum

Egill Helgason
Þriðjudaginn 23. desember 2014 12:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er dásamleg veðurblíða suðvestanlands á Þorláksmessu. Himininn er heiður og litfagur, sést til sólar nú um hádegisbil. Þetta er kærkomið eftir umhleypinga desembermánaðar.

Miðbærinn skartar sínu fegursta með jólaljósum sínum og þar er ekki hálka á stéttum, enda eru þær upphitaðar. Annars eru Íslendingar lélegir í að moka snjó frá húsum sínum og vinna bug á hálku. Ég gekk framhjá rússneska sendiráðinu þar var allur ís á bak og burt af stéttinni.

Fór sjálfur í Byko og keypti 25 kíló af svokölluðum hálkubana, dreifði hér umhverfis húsið.

Ævintýri gerast enn á jólum. Það er rífandi gangur í ritun skáldskapar á Íslandi og nú eru helstu tíðindin að bók eftir tiltölulega óþekktan höfund, Ófeig Sigurðsson, tyllir sér í efsta sæti metsölulista. Fyrir ofan spennubækurnar.

Öræfi er líka bráðskemmtileg bók, skrifuð af kátínu og undarlegum fróðleik – þetta eru alvöru bókmenntir.

Sjálfur er ég að kynnast hlutskipti verslunarfólks fyrir þessi jól. Verslun Sigurveigar, konu minnar, er eins og aðrar búðir í miðbænum opin fram á kvöld í desember – og til ellefu í kvöld. Ég er ekki sérlega flinkur að afgreiða, en er í staðinn notaður í sendiferðir og snatt.

Þetta er bara skemmtilegt – en það er ekki mikill tími aflögu til að gera jólalegt heima. En maður nýtur jólanna samt og búðin hennar Sigurveigar neðst í Bergstaðastrætinu er fjarskalega jólaleg og Kári sest stundum við píanóið þar og leikur af fingrum fram.

10648230_10152654327129755_6862433052311169726_o

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar