fbpx
Miðvikudagur 30.júlí 2025
Eyjan

Saga Rússlands og glæpaklíkurnar

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. desember 2014 12:57

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú hefur verið tilkynnt að Vladimir Pútin hafi verið valinn maður ársins í Rússlandi – 15 árið í röð.

Þetta er harmskoplegt og gerist þrátt fyrir að Rússar séu nú að gjalda dýru verði óstjórn og spillingu undanfarinna ára.

Saga Rússlands er skelfileg. Á síðustu hundrað árum hafa Rússar upplifað þrjú valdaskeið – í öllum tilvikum áttu í hlut harðsvíraðar glæpaklíkur sem hugsuðu bara um eigin hag.

Fyrst voru það endalok keisaraveldisins og Romanov-ættarinnar, síðar tími hinnar harðsvíruðu bolsévíkaklíku, svo,  eftir stuttan valdaferil fylliraftsins Jeltsíns þar sem öllu steini léttara var stolið í ríkinu. náði völdum glæpaklíka sem átti rætur sínar að rekja til KGB.

Nú á hún engin úrræði eftir önnur en að ala á hatri gegn útlendingum og reyna, líkt og á tíma Sovétríkjanna, að láta eins og utan landamæra Rússlands sé allt í rúst. Þess vegna birtast svona myndskeið í rússneskum fjölmiðlum – þeim er treystandi til að vera ekkert að „hirta“ stjórnmálamenn. Myndirnar eru upptaktur fyrir viðtal við Pútín.

En Rússar virðast ófærir um að reka kúgara af höndum sér. Þegar einir hverfa, gjarnan eftir hrun, koma aðrir í staðin. Þetta er hræðileg sorgarsaga. Maður spyr sig svo – hvað kemur eftir Pútín, lifi hann ekki af hrun efnahagslífsins?

https://www.youtube.com/watch?v=Xai7ttzbx5M

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Högg í maga United
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.

Brynhildur Guðmundsdóttir tekur við sem forstjóri Daga hf.
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar