fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Kúba á eftir að breytast hratt

Egill Helgason
Fimmtudaginn 18. desember 2014 10:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Viðskiptabann á Kúbu hefur náttúrlega verið galið lengi. Það er vonum seinna að Obama stígur skref til að aflétta því.

Kúba getur ekki ógnað neinum. Kommúnistarnir þar hölluðu sér að Sovétríkjunum á sínum tíma, og upp úr sauð rækilega á tíma Kúbudeilunnar sem snerist um kjarnorkuvopn og þegar furðulegur söfnuður gerði innrás í Svínaflóa. Þetta var á þeim tíma að Kalda stríðið var hvað klikkaðast.

Nú er Kúba eins og safn um þjóðfélagstilraun sem misheppnaðist. Þar ríkir enn talsverð kúgun í anda kommúnisma, fólk er bláfátækt og innviðir að hruni komnir – en túristar flæða inn til að skoða eða til að njóta sólar og stranda.

Um tíma átti Kúba bakhjarl í Venesúela. Nú er Chavez dauður og olíugróðinn minni en fyrr. Venesúela á við mikil vandamál að stríða. Þá birtist fréttin um að Bandaríkin og Kúba taki aftur upp stjórnmálasamband. Þetta eru stórfréttir sem munu hafa miklar breytingar í för með sér. Líklegt er að atburðarásin verði hraðari en nokkurn órar fyrir – þannig er það yfirleitt þegar slíkir múrar hrynja.

Innan tíðar verður hægt að fljúga frá Bandaríkjunum til Kúbu. Frá Flórída er örstutt þangað yfir – það er líka hægt að sigla. Bandaríkjamenn flykkjast til Kúbu – þeir byggja hótel og stofna veitingahús. Kúba breytir um svip – Havana verður ekki lengur safn um suðræna útgáfu af kommúnismanum. Þeir sem vilja upplifa það þurfa að drífa sig. Eftir áratug verður Kúba komin nær því að verða 51. ríki Bandaríkjanna.

hav02

Götumynd frá Havana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“