fbpx
Þriðjudagur 29.júlí 2025
Eyjan

Hí þið eruð elíta!

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. desember 2014 22:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt versta skammarorð sem maður getur valið andstæðingum sínum, meintum eða raunverulegum, er að þeir séu elíta.

Hí á ykkur – þið eru elíta!

Listamenn og rithöfundar verða gjarnan fyrir barðinu á þessu, breytir þá engu að flestir fólk úr þeirri stétt á Íslandi er skítblankt og hefur mjög ótrygga afkomu.

Það er líka sagt að handhafar kvóta við Íslandstrendur séu elíta. Í tíð núverandi ríkisstjórnar eru þeir kannski enn meiri elíta en áður.

Í nýjum pistli eftir bæjarstjórann í Vestmannaeyjum er talað um elítu í tengslum við Ríkisútvarpið. Þar má líka lesa að ríkisútvarpið eigi ekki að „hirta“ þingmenn.

Nú er nokkuð að huldu hvað orðið „hirta“ þýðir í þessu samhengi, ein einhvern tíma hélt maður að eitt helsta hlutverk fjölmiðla sé að veita stjórnmálamönnum aðhald. Eða svo vitnað sé í hinn mikla stjórnmálaheimspeking Karl Popper – gagnrýnin og andstaðan sem er leyfð í „opnu“ samfélagi er áhrifamesta leiðin til að bæta stefnuna í samfélaginu.

Um leið og stjórnmálamenn sækjast eftir friðhelgi frá gagnrýni þá erum við komin út á lendur fjölmiðla í einræðisríkjum. Og þá er spurning hver sé elítan?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?

Svarthöfði skrifar: Er ekki allt í lagi með ykkur andlega, stjórnendur RÚV?
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn

Orðið á götunni: Staksteinar tilkynna um flokksmálgagn
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið

Thomas Möller skrifar: Ferðaþjónustan á betra skilið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?

Svarthöfði skrifar: Úlfaldi úr mýflugu – margur heldur mig sig – allt í gosmóðu hjá stjórnarandstöðunni?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 1 viku

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS

Gefur í skyn að formenn stjórnarandstöðunnar hafi lekið trúnaðarsamtölum formanna beint í SFS