fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
Eyjan

Ekki svo afdráttarlaust

Egill Helgason
Þriðjudaginn 16. desember 2014 13:03

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef ákveðnar efasemdir um að jafn auðvelt sé að skipta fólki upp í trúaða og trúleysingja og stundum er látið.

Margir eru nefnilega hvorki né og bæði og í trúmálum.

Maður getur á tímabil að trú leitar á mann og svo tímabil sem maður gleymir trúnni alveg og hún hrærir ekki neitt við manni – vekur manni frekar óþol.

Trú reynist huggun fyrir suma sem veikjast og dauðvona fólk – en þegar maður er hraustur hugsar maður síður um hana.

Mér finnst ég merkja mjög sterka tilhneigingu til trúleysis meðal ungs fólks, þess sem er fætt stuttu fyrir og í kringum 2000. Má vera að það skýrist af allri upplýsingamiðluninni í gegnum netið – má heldur ekki gleyma því að stjarnvísindin og eðlisfræðin sem þessir krakkar eru aldir upp við er miklu stórbrotnari en það sem eldra fólk nam í bernsku. Ég held að kirkjunni muni reynast mjög erfitt að ná til þessara aldurshópa.

Ég þekki sögu af dreng sem hætti við að fermast vegna þess að honum fannst að presturinn gæti ekki skýrt nógu vel út hvernig kristindómurinn og vísindaþekking um alheiminn gætu farið saman. Eða réttar sagt – presturinn nennti víst ekki einu sinni að reyna.

Þetta er ágætt að hafa í huga þegar deilt er um trúmál og skólahald. Flest fólk er ekkert ofboðslega afdráttarlaust – það er alveg til í að umbera sálmasöng og jesúmyndir en dregur kannski mörk annars staðar, hugsanlega við ferðir í bænahús.

Almennt má svo segja að íslenska þjóðkirkjan henti trúlitlu fólki ágætlega. Þjóðkirkjan er ekki sérlega uppáþrengjandi – og nú heyrir maður víða að það eigi að kynna börn fyrir kristnum gildum. En gildi eru ekki sama og trú. Í eðli sínu er kirkja félag um trú, ekki gildi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“

„Þannig eru þessir hópar jafnvel til viðbótar afkastamiklir þegar kemur að skipulögðu smygli á fólki og mansali“
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða

Þorsteinn Pálsson skrifar: Brimlaus andstaða
Eyjan
Fyrir 3 dögum

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“

„Allt sem þú skrifar hér er lygi. Ég vorkenni fólki sem hefur trúað frásögnum þínum. Og þér svo sem líka“
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“ 

Borgarfulltrúi vill fjarlægja steypuklumpana í miðbænum – „Lýsandi fyrir stefnu sem þrengir að líflegu borgarumhverfi“