fbpx
Sunnudagur 27.júlí 2025
Eyjan

„Þið hljótið að vita það!“

Egill Helgason
Miðvikudaginn 10. desember 2014 17:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Austurvöllur 4. desember 2014, um klukkan 11.30. Bjartviðri, en nokkuð kalt. 

Við vorum þarna upptökulið frá Kiljunni. Áttum tal við vegfarendur sem gengu framhjá, þar á meðal nokkra þingmenn. Ræddum málefni Ríkisútvarpsins.

Aðvífandi kemur, gangandi frá Alþingishúsinu, Sigrún Magnúsdóttir, formaður þingflokks Framsóknar.

Ég tek hana tali og spyr hvort hún ætli ekki að styðja Ríkisútvarpið, þetta var kurteislegt, nokkuð margir hlýddu á.

Þá segir þingflokksformaðurinn:

„Framsóknarflokkurinn stofnaði Ríkisútvarpið og hefur alltaf stutt það.“

Ég segi: „Og auðvitað gerið þið það áfram?“

„Nei, nú nennum við því ekki lengur!“ sagði Sigrún og strunsaði áfram.

Ég kallaði á eftir henni hvers vegna þetta væri, þá kallaði hún til mín:

„Þið hljótið að vita það!“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Að vera eða ekki vera umsóknarríki

Að vera eða ekki vera umsóknarríki
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“

Dagur fagnar heimsókn Ursulu von der Leyen – „Evrópa er því okkar náttúrulegi bandamaður“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“

Segir stjórnarandstöðuna bergmála rússneskan áróður og lygar – „Af hverju vill hægrið berjast gegn vestrænum gildum?“
Eyjan
Fyrir 4 dögum

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“

„Ég er hræddur um að stjórnarandstaðan sé gengin af göflunum“
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu