fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Nei, ekki meira af þessu

Egill Helgason
Sunnudaginn 30. nóvember 2014 22:12

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lítil þátttaka svokallaðrar þúsaldarkynslóðar í kosningum í Bandaríkjunum vekur athygli. Einungis 12 prósent Bandaríkjamanna undir þrítugu kusu í þingkosningunum í nóvember.

Þetta er ekki bara vegna þess að áhuginn á stjórnmálaum sé lítill sem enginn – það er auðvitað meginskýringin – heldur er hitt líka staðreynd að þetta unga finnur enga samkennd með hefðbundnum stjórnmálaflokkum. Helmingurinn segist ekki fylgja neinum flokki að málum, það eru tölur sem ekki hafa sést áður í Bandaríkjunum.

Um þetta er fjallað í tímaritinu The Week. Þar glittir í framtíðarsýns sem vekur ugg – forsetakosningar árið 2016 sem væru milli Hillary Clinton og Jeb Bush.

Blaðið telur að þetta gæti endanlega orðið til þess að drepa áhuga ungs fólks á stjórnmálum. Tveir úr Bush-fjölskyludnni hafa verið forsetar, samanlagt í tólf og Bill Clinton var forseti í átta ár.

Eins og blaðið segir, þetta eru forsetarnir sem hafa átt í endalausum tilgangslausum stríðum, stóraukið skuldir ríkisins, magnað upp eftirlitssamfélagið, haldið úti vonlausu stríði gegn fíkniefnum, verið sérstaklega hollir stórfyrirtækjum og fjármálavaldinu. Ekkert bendir til þess að aðrir meðlimir úr sömu fjölskyldum muni breyta þessari stefnu.

Það er altént öruggt að Jeb og Hillary munu ekki draga ungt fólk á kjörstað.

 

140424192512-tsr-dnt-borger-bush-clinton-dynasty-2016-00034115-story-top

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok

Nína Richter skrifar: Geðveikir galdrar á Tiktok
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði

Svarthöfði skrifar: Stjórnarandstaðan krossleggur lappir og þykist óspjölluð og hrein – talar gegn lýðræði
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling

Karl Ágúst Úlfsson: Þýðingin sögð frumtextanum fremri – ekki lítið hrós fyrir tvítugan ungling