fbpx
Fimmtudagur 18.desember 2025
Eyjan

Bjartmarz ekki af baki dottinn

Egill Helgason
Fimmtudaginn 27. nóvember 2014 13:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eftir mikil undanbrögð þar sem hver vísaði á annan, voru hríðskotabyssurnar frá Noregi sendar heim. Það kom á daginn þær voru ekki gjöf – og þá vildi Landhelgisgæslan nota peningana í annað.

En yfirlögregluþjónninn Jón Bjartmarz er ekki af baki dottinn. Nú vill hann fá vélbyssur eftir öðrum leiðum – og ber við ógninni sem starfar af íslömsku hryðjuverkasamtökunum ISIS.

Nú eru þetta að sönnu ógeðsleg samtök, en ekkert hefur þó komið á daginn sem bendir til þess að þau starfi hér. Vissulega er rétt að fylgjast með því.

Frétt af þessu í DV vekur athygli, en þó ekki síst myndskreytingin, þetta er samsett mynd. Þarna er hinn byssuglaði Jón Bjartmarz með vélbyssu. Fyrir aftan hann er ISIS-liði í Ninja-búningi veifandi svörtum fána. Í bakgrunni er svo sjoppa á Vesturgötunni.

Hún hefur verið í eigu erlendra aðila, en ekki er vitað til að hún sé gróðrarstía fyrir íslamska fasismann.

Lögreglan þarf sjálfsagt einhver vopn, þótt ljóst sé að okkur stafar miklu meiri hætta af náttúrunni á tíma þegar geisar eldgos. Það er komið í ljós að örstutt er þar ofan í möttul jarðar, manni líður allt í einu eins og maður gangi ofan á þunnu skæni með glóandi eld undir.

Ég verð að viðurkenna að ég er ekki sannfærður um að við Íslendingar séum nógu vel búnir undir hamfaragos.

Eins og áður hefur verið margsinnis bent á hefur ofbeldisglæpum fækkað á Vesturlöndum. Enn höfum við í vestrinu heldur ekki upplifað hryðjuverk af völdum ISIS.
2bd4662f4a6d2ce74a86e7cf9ff4ee1c

Hin samsetta mynd úr DV sem getið er í greininni.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng

Sigmundur Ernir skrifar: Bandaríkin lyfta löngutöng
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið

Séra Örn Bárður Jónsson: Var með doða í öðru heilahvelinu eftir námið
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja

Orðið á götunni: Skrímsladeildin stýrir nú Sjálfstæðisflokknum með hjálp önugra gamlingja
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja

Hnýtir í Sigríði Andersen og spyr hvort hún sé viljandi að misskilja eða vísvitandi að blekkja
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið

Orðið á götunni: Miðflokkurinn sótti handbók í lýðskrumi til Trump – beinir málflutningi sínum að fólkinu við eldhúsborðið
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB

Sigvaldi Einarsson skrifar: Krónan er fallin í stríðinu – Við eigum engan annan leik en ESB