fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Ný fasteignabóla?

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. nóvember 2014 22:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Spá um að fasteignaverð hækki um 24 prósent á næstu árum virkar ótrúlega. En sé þetta rétt erum við að horfa upp á sérkennilegan veruleika – og í raun nýja fasteignabólu. Þarna eru hækkanir í svipuðum dúr og var fyrir hrun, en nú í hagkerfi sem er bundið í höft og þar sem lífeyrissjóðir og fjármagnseigendur eru í linnulausri leit að einhverju til að fjárfesta í.

Það er spáð lágri verðbólgu, stór hluti fasteignaeigenda er að fá leiðréttingu á „forsendubresti“. Ef þetta er rétt stefnir í hina áttina, eignarhluti í húsnæði mun vaxa verulega.

Þá er reyndar spurning hvort verðbólgan haldist lengur lág ef svona fer – meðfram slíkum hækkunum gætum við horft upp á stóraukna neyslu.

En vandi hinna lægst launuðu, ungs fólks, leigjenda og þeirra sem eiga ekki eigið húsnæði eykst. Leiga hækkar, það verður erfiðara að kaupa í fyrsta sinn.

Stjórnmálafræðingurinn Birgir Hermannsson setur fram þessar vangaveltur á Facebook:

„Fasteignaverð hefur nú þegar hækkað um rúm 6% að nafnvirði frá upphafi ársins og ætla má að hækkunin milli áranna 2013 og 2014 verði 8,5%. Við reiknum með að fasteignaverð haldi áfram að hækka mikið, um 9,5% á árinu 2015, 6,5% á árinu 2016 og 6,2% á árinu 2017.“ Þetta segir Landsbankinn í spá sinni. Munu laun hækka til samræmis eða verður fólki sagt að taka hærri lán? Verður ungu fólki sagt að éta það sem úti frýs á meðan þeir eldri smjatta á leiðréttingunni?

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

EyjanFastir pennar
Fyrir 1 klukkutíma
Ný fasteignabóla?

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?