fbpx
Laugardagur 26.júlí 2025
Eyjan

Ályktanakeppni í Sjálfstæðisflokknum

Egill Helgason
Miðvikudaginn 26. nóvember 2014 19:47

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hverjir verða næstir til að álykta um ráðherraembættið sem Sjálfstæðisflokkurinn á óráðstafað?

Landsamband sjálfstæðiskvenna ályktar að þetta skuli vera kona. Sambandið er reyndar með böggum hildar yfir Hönnu Birnu.

Kjördæmaráðið í Reykjavík ályktar að þetta skuli vera Reykvíkingur, nú sé enginn ráðherra úr Reykjavík suður.

Bæjarfulltrúar í Vestmannaeyjum vilja sunnlending, þeir nafngreina Unni Brá Konráðsdóttur.

Heimdallur ályktar að velja eigi hæfasta einstaklinginn, ekki hæfasta sunnlendinginn eða hæfustu konuna.

Hið lausa innanríkisráðuneyti hefur greinilega komið miklu róti á huga flokksmanna. Það hljóta einhverjir fleiri að geta ályktað eða skorað á flokksforystuna um þetta erfiða val.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“

Furðar sig a gullfiskaminninu og hjólar í Guðrúnu- „Guðrún Hafsteins peddlar einhverju nöttara samsærisbulli“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?

Orðið á götunni – Guðrún veldur ekki verkefninu – brestur flótti á þingmenn stjórnarandstöðunnar?