fbpx
Fimmtudagur 24.júlí 2025
Eyjan

Firmaet í Danmörku og eftirlitsstarfsemi Eykons og Styrmis

Egill Helgason
Miðvikudaginn 19. nóvember 2014 17:01

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Við erum ekki svo einstök  hér á Íslandi – og flest okkar mál eru þess eðlis að aðrar þjóðir hafa þurft að glíma við eitthvað svipað.

Oft er samt eins og við vitum ekki af því eða skiljum það ekki – það eru til hliðstæður erlendis sem varpa ljósi á mál eða jafnvel hjálpa okkur að komast til botns í þeim.

Nú er rætt um það framtak sjálfstæðismanna í kalda stríðinu að fylgjast með kommúnistum – njósnir myndu sumir kalla það, þótt skýrslurnar af fundum komma sem birtast í bók Styrmis Gunnarssonar séu frekar daufleg lesning.

Í Danmörku var í gangi svipuð starfsemi sem gæti jafnvel verið eins konar fyrirmynd þess sem Eykon og Styrmir voru að bauka hér á Íslandi. Hún gekk undir því dularfulla heiti Firmaet eða barasta Fyrirtækið. Firmaet var líka kallað Blikkenslagerbanden – já, þetta er eins og úr kvikmynd.

Fyrirtækið starfaði frá 1948 til 1963. Þetta var einstaklingsframtak, en leyniþræðirnir náðu inn í stjórnmálalífið. Gögnum sem Fyrirtækið safnaði var dreift til stjórnmálamanna, meðal annars til forsætisráðherrans Eriks Eriksen og Hans Hedtofts, sá fyrrnefndi var íhaldsmaður en sá síðarnefndi sósíaldemókrati.

Hinn mikli fjandskapur sem var milli jafnaðarmanna og kommúnista vill stundum gleymast. Hann má lesa á síðum Alþýðublaðsins á tíma kalda stríðsins.

Einar Gerhardsen, jafnaðarmaðurinn sem var eins konar landsfaðir í Noregi, sagði í frægri ræðu:

Det som kan true det norske folks frihet og demokrati, det er den fare som Det norske kommunistparti til enhver tid representerer. Den viktigste oppgaven i kampen for Norges selvstendighet, for demokrati og rettsikkerheten, er å redusere Kommunistpartiets og kommunistenes innflytelse mest mulig. … De som står i spissen for kommunistpartiet i Norge, er Komintern- og Kominform-kommunister. Som sine kampfeller i andre land er de i sine hjerter tilhengere av terror og diktatur.

Kommúnistarnir aðhyllast ógn og harðstjórn, sagði Gerhardsen.

Firmaet í Danmörku hafði líka samband við CIA og við leyniþjónustu danska hersins. Þarna kemur líka við sögu félagsskapur sem nefnist  Arbejderbevægelsens Informations Central eða upplýsingaþjónusta verkalýðshreyfingarinnar. Hún starfaði á vegum flokks jafnaðarmanna og verkalýðshreyfingarinnar og hafði eftirlit með kommúnistum.

aic

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“

Segir hagsmunaskráningu þingmanna gagnslausa í núverandi mynd – „Eins og þeim finnist siðferðisleg viðmið óþörf“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan á erfitt með að sætta sig við nýjan veruleika í íslenskum stjórnmálum
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu

Sigmar Guðmundsson: Stjórnarandstaðan reyndi ekki að koma neinum málum í gegn – var bara á móti öllu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar

Kolla varar Samfylkinguna við – Megn óánægja með flokkinn í sumum hverfum borgarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?