fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Smá varnagli við skoðanakönnun

Egill Helgason
Mánudaginn 17. nóvember 2014 11:38

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins eykst fylgi Sjálfstæðisflokks úr 30,3 prósentum í 32,9 en Framsóknarflokks úr 8,7 prósentum í 12,8 – þarna er miðað við Fréttablaðskönnun frá því í október.

Þetta bendir semsagt til þess að skuldaleiðréttingin auki fylgi stjórnarflokkanna.

Þess verður þó að geta að Fréttablaðskönnunin í október var nokkuð á skjön við aðrar kannanir, Sjálfstæðisflokkurinn var þar með miklu meira fylgi en í öðrum könnunum en Framsókn með talsvert minna fylgi.

Þannig var Sjálfstæðisflokkurinn með 25,2 prósent í síðasta Þjóðarpúlsi Gallup en Framsókn með 11 prósent. Þetta eru tölur sem birtust upphafi þessa mánaðar.

Eins mældi MMR fylgi flokkana í byrjun mánaðarins, þá var Sjálfstæðisflokkur með 23,6 prósent en Framsókn með 12,3 prósent.

Sé miðað við þessar kannanir er fylgi Sjálfstæðisflokks að taka risastökk, en Framsókn ekki að þokast nema eilítið upp á við.

Líklegt er semsagt að við þurfum að bíða frekari mælinga til að sjá hvaða áhrif skuldaleiðréttingin hefur á fylgið.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar