fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Fálkarnir, ólympíugullið og heimstyrjöldin

Egill Helgason
Mánudaginn 17. nóvember 2014 18:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í þáttunum Vesturfarar var meðal annars sagt frá Fálkunum í Winnipeg sem urðu ólympíumeistarar í íshokkí árið 1920, kepptu fyrir Kanada, en liðið var að mestu skipað ungum Vestur-Íslendingum.

Þetta skemmtilega myndband var birt í Kanada fyrir fáum dögum í tilefni af minningardeginum um fyrri heimstyrjöldina. Tveir liðsmenn Fálkanna féllu í styrjöldinni – það var áður en þeir kepptu á Ólympíuleikunum. Þeir sem féllu voru Frank „Buster“ Thorsteinsson og George Cumbers.

Þrír Fálkanna voru flugmenn í stríðinu, Konnie Johannesson, Hebbie Axford og Frank Fredrickson. Sá síðastnefndi var annar maðurinn til að fljúga flugvél á Íslandi.

Myndbandið er gert á vegum Historica Canada og hefur yfirskriftina Heritage Minute. Í myndbandinu er sagt að þeir fari í leikinn fyrir „strákana á Sargent Avenue“, en þar var einmitt hjarta íslenska hverfisins í Winnipeg.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?

Svarthöfði skrifar: Veit Guðrún Hafsteinsdóttir hvort hún er að koma eða fara?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum

Skýrsla Arion banka um árangur ársins 2024 af Konur fjárfestum
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler

Orðið á götunni: Kjölturakkinn sem heldur að hann sé Rottweiler