fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

National Geographic: Heillandi kirkjugarður

Egill Helgason
Sunnudaginn 16. nóvember 2014 21:28

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það kemur ekki á óvart að Hólavallagarður sé nefndur í tímaritinu National Geographic sem einn fallegasti kirkjugarður í Evrópu. Garðinum er hrósað fyrir trjágróður, mosa og fuglalíf og fyrir að vera friðarreitur í ys borgarinnar.

Það eru orð að sönnu.

Ég er alinn upp við kirkjugarðinn og hef lagt leið mína þangað allt mitt líf. Hann verður eiginlega bara fallegri og fallegri eftir því sem legsteinarnir veðrast og stígarnir og beðin verða ójafnari.

Mosinn er sérstakt undur út af fyrir sig – hinn mosaklæddi veggur umhverfis garðinn, mosinn á steinum inni í garðinum, þykkur, mjúkur, gamall.

Það er eiginlega ekki hægt að segja hvenær garðurinn er fallegastur. Hann hefur sína sérstöku fegurð á öllum árstímum. Ég fæ mér til dæmis göngutúr í garðinum eftir að rökkvar á aðfangadag – það er dásamlegt að sjá hvernig blys á leiðunum lýsa upp umhverfið.

Merkilegt er að sjá gamlar myndir frá kirkjugarðinum – þarna voru eiginlega engin té fyrr en á ofanverðri tuttugustu öld.

En þó ég sé alinn upp í grendinni hvílir enginn af nánum ættingjum mínum þarna í garðinum. Ég verð heldur ekki settur þangað sjálfur þegar för minni lýkur – ætli manni verið ekki skutlað í eitthvert úthverfi sem maður hefur aldrei komið í áður.

 

Yfirlitsmynd_af_Reykjavík_ca_1937

Á þessari ljósmynd sem er frá Ljósmyndasafni Reykjavíkur má sjá Kirkjugarðinn stuttu fyrir stríð. Trjágróðurinn er fjarskalega lágvaxinn.

 

IMG_2603

Hér er svo nýleg mynd úr garðinum. Þetta er leiði Guðmundar Thorsteinssonar eða Muggs eins og hann var kallaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 2 dögum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum

Björn Jón skrifar: Aðdáun á fornköppum
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga

Orðið á götunni: Þingmaður Sjálfstæðisflokksins erfingi milljarða og lítur niður á þá sem minna eiga
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti

Sigmar Guðmundsson: Veit ekki hvað formaður Sjálfstæðisflokksins er að fara með hótunum sínum – hér urðu valdaskipti
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi

Óttar Guðmundsson skrifar: Tóm leiðindi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar