fbpx
Miðvikudagur 23.júlí 2025
Eyjan

Forsetaembætti að losna

Egill Helgason
Föstudaginn 14. nóvember 2014 11:59

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Líklegt er að mesta virðingarstaða á Íslandi losni bráðum – og er þá meðtalin staða forseta Íslands.

Þetta er embætti forseta Hins íslenska bókmenntafélags.

Bókmenntafélagið er elsti og virðulegasti félagsskapur á Íslandi, stofnað 1816 af sjálfum Rasmusi Christian Rask, málfræðingnum sem átti stóran þátt í að bjarga íslenskri tungu.

Ýmsir merkir menn hafa verið forsetar Bókmenntafélagsins, þeirra frægastur Jón Sigurðsson. Jón var kallaður forseti vegna þess að hann var í forsæti hjá Bókmenntafélaginu.

Sigurður Líndal hefur gegnt embættinu frá 1967 – í næstum hálfa öld. Endurnýjunin er ekki mjög hröð hjá félaginu, síðustu öldina hafa einungis verið sex forsetar. Hermt er að Sigurður hyggist brátt láta af störfum – ljóst er að ekki hver sem er getur tekið við.

Jón Sigurðsson 2

Jón Sigurðsson var forseti Bókmenntafélagsins 1851 til 1879.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
Eyjan
Fyrir 1 viku

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt