fbpx
Þriðjudagur 22.júlí 2025
Eyjan

Ríkisstjórn með lágmarksfylgi

Egill Helgason
Laugardaginn 1. nóvember 2014 23:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ætli Sigmund Davíð Gunnlaugsson og Bjarna Benediktsson hafi grunað þegar þeir tóku við völdum í maí 2013 að einu og hálfu ári síðar sætu þeir í einhverri óvinsælustu ríkisstjórn Íslandssögunnar?

Því þeir voru að taka við af annarri ríkisstjórn sem hafði nánast sett Íslandsmet í óvinsældum, var í rauninni fallin fyrir kosningar, lafði áfram hálfpartinn sem minnihlutastjórn og var algjörlega þrotin að kröftum.

En nú er fylgi ríkisstjórnar Sigmundar og Bjarna komið á svipaðar slóðir og fylgið við ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttur var um það bil að hún var kosin frá völdum.

33 prósent mælist stuðningurinn við stjórnina í nýjum þjóðarpúlsi Gallups. Fer niður um fimm prósentustig frá síðustu könnun.

Það var því mjög skiljanlegt að Bjarni Benediktsson reyndi að slökkva elda á flokkstjórnarfundi Sjálfstæðisflokksins í morgun með því að segja að bygging nýs spítala hefjist á kjörtímabilinu. Líklega er ekkert að fara verr með stjórnina en umræðan um heilbrigðismálin – þau eru satt að segja farin að valda verulegri vanlíðan meðal þjóðarinnar.

Aftur virðast flutningar fólks til Noregs vera að magnast upp, það eru víða verkfallsátök, og almennt skynjar maður ekki að miklar vonir séu bundnar við skuldaleiðréttinguna sem á að koma fram á næstunni – seint og um síðir.

Nú er boðað til mótmæla á Austurvelli á mánudaginn undir yfirskriftinni Hysið upp um ykkur buxurnar ríkisstjórn. Allt í einu er hinn ljúfi túbadúr Svavar Knútur orðinn mótmælaforingi. Aðgerðunum virðist í raun jafnmikið beint gegn stjórnunarstílnum og stefnunni.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við
Eyjan
Fyrir 1 viku

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt

710 klukkustundir og 10 mínútur af þingfundum á árinu en bara 35 frumvörp af 131 samþykkt
Eyjan
Fyrir 1 viku

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu