fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Eyjan

Nú þarf að birta símtalið!

Egill Helgason
Fimmtudaginn 9. október 2014 20:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Enn einu sinni rifjast upp lánið til Kaupþings sem veitt var í bankahruninu 2008. Þetta var fáum dögum áður en bankinn hrundi endanlega og lykilgagn í þessu er símtal milli Geirs Haarde forsætisráðherra og Davíðs Oddssonar seðlabankastjóra.

Það er algjörlega með ólíkindum að þetta símtal fáist ekki birt. Þarna var gjaldeyrisforða þjóðarinnar spilað burt – og tekið veð í banka og það í miðri bankakreppu.

Og nú er endanlega komið í ljós að megnið af þessum 500 milljónum evra tapaðist, en þegar fjármunirnir komust til Kaupþings hvarf hluti af þeim í einhverja hít, þeim var skotið undan eða jafnvel stolið. Eða hvað varð um peningana?

Þetta var ekki einkamál forsætisráðherrans og seðlabankastjórans, heldur opinber gjörningur sem varðar allan almenning. Það eru nákvæmlega engin rök fyrir því að birta ekki símtalið og engin skýring á því heldur nema að viðkomandi séu að reyna að verja orðspor sitt – sem er þegar verulega skaddað.

En ríkið er ekki til fyrir þá og er ekki í þeirra eigu – heldur okkar allra sem byggjum þetta land.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina