fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Eyjan

Gott að láta sig dreyma

Egill Helgason
Þriðjudaginn 28. október 2014 14:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einhvern tíma var sagt í tímaritinu Economist að Norðurlandaráð væri tilgangslausasta alþjóðasamstarf í heimi.

Þetta varð tilefni til móðgunar víða á Norðurlöndunum, en í þessu var þó sannleikskorn. Það kemur ekkert sérlega mikið út úr norrænu samstarfi þótt það sé í sjálfu sér viðkunnanlegt.

Enda vilja sumir ganga lengra, færa Norðurlöndin nær hvort öðru, jafnvel stofna norrænt sambandsríki.

Það eru ljómandi skemmtilegar hugmyndir, en eru kannski nær því að vera samkvæmisleikur en eitthvað annað. Það má spekúlera í þessu, en sannleikurinn er sá að Norðurlöndin eru ekki að fara að ganga í sambandsríki eða yfirleitt að efla norrænt samstarf.

Staðan er sú að þrjú Norðurlandanna eru í ESB – þunginn í utanríkispólitík þeirra beinist þangað. Eitt þeirra notar evruna. Eitt er ríkasta land í heimi og notar aurana meðal annars til að halda úti öflugustu byggðastefnu sem þekkist í veröldinni.

En það er svosem gott að láta sig dreyma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?

Thomas Möller skrifar: Af hverju hatar Trump Evrópu?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup

Örn Bárður Jónsson: Sagði allt til sölu á Íslandi – Davíð fyrtist við og hjólaði í biskup
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis

Karl Ágúst Úlfsson: 110 þýðingar komnar – best að komast afsíðis
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Jólatréð í Kokkedal