fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Dæmi um litla stjórnvisku

Egill Helgason
Föstudaginn 24. október 2014 09:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sérkennilegt er það stóra byssumálið sem gaus upp í þessari viku.

Þarna er ljóslifandi dæmi um hvernig mál, sem þarf í sjálfu sér ekki að vera svo stórt, blæs upp vegna þess að stjórnsýslan gerir hverja vitleysuna á fætur annarri.

Þegar DV birtir fréttina um lögregluna og byssurnar vill enginn eða getur enginn gefið skýr svör. Mótsagnirnar verða himinhrópandi – tilfinningin fyrir því að þarna sé á ferðinni leynimakk ágerist.

Sumir ráðamenn tjá sig með hótfyndni þegar miklu nær hefði verið að segja einfaldlega að málið verði athugað, engu verði leynt – það verði lögð fram skýrsla um málið á Alþingi.

Þingmaður úr stjórnarliðinu stígur fram með furðulegan málflutning þar sem hann segir meðal annars:

Af hverju sagði ríkislögreglustjóri já við þessu? Af því að hann er með Glock skammbyssur útum allt. Og það er erfiðara að miða, þú ert kannski að fara inn í skóla þar sem er attack, og þá viltu hitta réttan mann.

Þingmaðurinn, sem áður starfaði í lögreglunni, notar meira að segja gælunafn um byssutegundina – kallar hana „Glockinn“.

Yfirlögregluþjónn kemur í viðtal og talar um Gúttóslaginn 1932. Tengingin er óljós en manni finnst helst að maðurinn sé að segja að þá hefði verið betra ef lögreglan hefði getað beitt byssum á verkafólk.

Nú kemur fyrrverandi dómsmálaráðherra með furðulega samsæriskenningu um að tilgangurinn með birtingu fréttarinnar hafi verið að kanna „styrk og veikleika Íslands“.

Þingmenn fimbulfamba um hinar miklu ógnir sem við eigum að standa frammi fyrir – þegar staðreyndin er sú að glæpatíðni fer lækkandi.

Eins og segir, þetta hefði aldrei þurft að verða svona mikið mál ef hefði verið svarað af stillingu og hreinskilni í upphafi, reynt að lægja öldur fremur en að kasta olíu á eldinn með vanhugsuðum yfirlýsingum. Þetta er eiginlega skólabókardæmi um hvernig á ekki að bregðast við – dæmi um litla stjórnvisku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“

Vísar á bug sögum um ESB-baktjaldamakk – „Stórar ákvarðanir eru ekki teknar nema með aðkomu þings og þjóðar“
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd

Nína Richter skrifar: Gráða með gullrönd
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin