fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Peningarnir eru ekki aðalatriði, heldur stefnan

Egill Helgason
Þriðjudaginn 21. október 2014 16:21

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú skilst manni að Norðmenn séu hikandi við að gefa okkur jólatré, en gefi vélbyssur mjög frjálslega.

Í hinu stóra samhengi skiptir engu máli hvort hríðskotabyssur voru keyptar af Norðmönnum eða hvort þær voru gjöf frá Norðmönnum.

Það sem skiptir máli er stefnan – og það er hún sem á ekki að vera leyndarmál. Vopnaburður hefur alltaf verið viðkvæmt mál á Íslandi – það er beinlínis partur af þjóðarímyndinni að við séum friðsöm, vopnlaus þjóð.

Marinó Gunnar Njálsson orðar þetta sérlega vel á Facebook:

Íslenska lögreglan skotvopnavæðir bíla sína vegna þess að Norðmönnum datt af óskiljanlegri ástæðu að gefa henni vopnin. Ræður þá norska lögreglan því að hér fari skotvopn í íslenska lögreglubíla?

Svona eru ákvarðanir ekki teknar af engum: 1. Einhver samþykkti að taka við gjöfinni. 2. Einhver ákvað að vopnunum yrði dreift út um allt land. 3. Einhver skipulagði þjálfun lögreglumannanna. Spurningin er: Hver er þessi einhver? Var það ráðherra, embættismaður í innanríkisráðuneytinu, ríkislögreglustjóri, lögreglustjórar/sýslumenn eða einhver annar. Hvaða verkferlum var fylgt við þessa ákvörðun? Hafði verið gert áhættumat sem studdi þessa aðgerð?

En ef ekki fást svör um þetta úr íslenska stjórnkerfinu, þá má kannski reyna að spyrja Norðmenn hvernig standi á þessari „gjöf“. Var hún að þeirra frumkvæði eða bað þá einhver um að gefa vopn?

Heckler_Koch_MP5

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér