fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Afstýrum verkfalli tónlistarkennara

Egill Helgason
Mánudaginn 20. október 2014 15:49

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég ætla ekki að trúa því upp á sveitarfélögin í landinu að þau láti viðgangast að tónlistarkennarar fari í verkfall sem gæti orðið langt og strangt. Verkfallið á að hefjast á miðvikudaginn.

Því tónlistarkennarar hafa kannski ekki ýkja mikinn slagkraft í verkfalli – það gerist jú ekki annað en að börn og unglingar missa af spilatímum og tímum í tónfræði.

En gleymum því ekki að tónlistarkennslan í landinu er afar verðmæt. Hún hefur orðið þess valdandi að Íslendingar – sem áttu sama og enga tónlist á árum áður – eru nú mikil tónlistarþjóð. Tónlistin ber hróður okkar víða um álfu – ekkert bætir heldur geð landans eins og hún.

Góðir tónlistarskólar hafa verið stolt sveitarfélaga. Það eru dæmi um að fólk vilji ekki flytja á staði þar sem er ekki almennilegt tónlistarnám.

En því miður hefur verið þrengt að tónlistarnáminu á undanförnum árum. Kennslan hefur minnkað – og laun tónlistarkennara hafa dregist aftur úr.

Manni heyrist að hvorki gangi né reki í samningaviðræðunum – og að uppi séu hægræðingarhugmyndir sem gætu stórskaðað tónlistarnámið. Það er ekki hægt að skera meira án þess að það bitni á gæðum námsins.

Maður vonar að það sé ekki satt, að sveitarfélögin nálgist þessa samninga af jákvæðni og sanngirni – studdir vonandi dyggilega af tónelskum menntamálaráðherra sem sjálfur leikur vel á hljóðfæri eftir að hafa notið tónlistarnáms í æsku.

 

10305039_10152425233173587_6411641709163378943_n

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér