fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Að sættast við höftin

Egill Helgason
Sunnudaginn 19. október 2014 23:13

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Það er merkilegt að heyra tóninn í umræðunni um efnahagsmál þessa dagana. Hann hefur nefnilega breyst. Maður heyrir æ fleiri segja að það sé barasta allt í lagi að hafa gjaldeyrishöft.

Höftin séu heldur ekki neitt í líkingu við það sem var hér á árum áður – almenningur hafi aðgang að neysluvarningi og þetta komi okkur í raun ekkert illa.

Eina leiðin til að viðhalda stöðugleika í íslenska hagkerfinu sé að halda áfram með höft.

Nú má vera að í þessu felist að einhverju leyti játning á vanmætti – að menn treysti sér alls ekki til að afnema höftin. Það getur jú haft í för með sér gengisfall, verðbólguskot, hækkun á verðtryggðum lánum, og jú, þá þarf kannski aftur að leiðrétta forsendubrest.

Hugsanlega myndi engin ríkisstjórn þola að ganga í gegnum slíkt – þá er kannski betra að leita skjóls í tali um að höftin séu ekki svo slæm.

Um það eru þó væntanlega deildar meiningar. Hjálmar Gíslason, stofnandi upplýsingafyrirtækisins DataMarket, spyr á Facebook:

Er það bara ég, eða er alls konar fólk farið að færa rök fyrir að höftin séu nú ekkert svo skaðleg og kannski sé nú bara best að hafa þau áfram? Hvort er það veruleikafirring, skilningsleysi eða hagsmunapot?

Aðspurður um skaðsemi haftanna svarar Hjálmar:

1. Höftin koma í veg fyrir að alþjóðleg fyrirtæki byggist upp með höfuðstöðvar á Íslandi. Það stuðlar að áframhaldandi fábreytilegri atvinnusamsetingu.

2. Ungt fólk sem hefur sérhæft sig hefur ekki sömu möguleika á að nýta þá sérþekkingu í fábreytilegu umhverfi og er líklegara til að ílengjast erlendis (eða flytja þangað sé það heima).

3. Möguleikar fólks til að fjárfesta sparifé sínu skynsamlega eru nánast engir innan hafta og það situr því uppi með að blása í blöðruna sem það er þegar fast inni í (svolítið eins og Cirque du Soleil atriði).

Lágu launin eru sannarlega ekki vegna haftanna, heldur vegna hrunsins, en innan hafta verður gengið aldrei aftur hagstætt venjulegu fólki (bara atvinnurekendum í útflutningi).

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Ferguson fer til Roma
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin

Sigmar Guðmundsson: Fundarslit Hildar Sverrisdóttur settu aukna hörku í þinglokin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí

Þingfundur hefst kl. 10 – Þrjú mál á dagskrá fyrir sumarfrí
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu

Björn Jón skrifar: Til varnar Íslandssögu Jónasar frá Hriflu
Eyjan
Fyrir 1 viku

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum

Sigurður Hólmar skrifar: Réttindabrot gegn fötluðum og öldruðum einstaklingum
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér

Óttar Guðmundsson skrifar: Stalín er ekki lengur hér