Þetta er stærsta mál samtímans – einfaldlega vegna þess að það snertir öll hin.
1 prósent mannkynsins á helminginn af auði veraldarinnar – og þessi skekkja hefur farið versnandi á undanförnum árum.
Við getum varla kallað þetta annað en tortímingarbraut. Afleiðingin getur ekki verið önnur en ófriður og óöld – sagan á að hafa kennt okkur það – og einnig þykir víst að að aukinni misskiptingu fylgir efnahagslegur samdráttur.
Því auðurinn er ekki að leka niður – eins og ein kenningin sagði.