fbpx
Sunnudagur 21.desember 2025
Eyjan

Lekinn og samráð skipafélaganna

Egill Helgason
Laugardaginn 18. október 2014 14:29

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leki úr ráðuneyti sem varðar einkamál fólks – og þar sem hafði verið átt við gögn ráðuneytisins – bætt við niðrandi upplýsingum neðanmáls, er ekki sambærilegur við leka úr opinberri stofnun sem tengist meintum langavarandi brotum stærstu fyrirtækja landsins.

Það er meira að segja komið fram í umræðunni að Eimskip hefði átt að tilkynna um rannsókn Samkeppniseftirlitsins til Kauphallar Íslands. Hluthafar í Eimskip hafa hugsanlega átt kröfu á að vita þetta allir með tölu.

Nú hefur málið verið sent til sérstaks saksóknara – ekki veit maður hvaða bolmagn sú stofnun hefur til að rannsaka það eftir mikinn niðurskurð. Málið gæti semsagt dregist á langinn. Það er slæmt.

Varla ætla menn að reyna að halda því fram að það varði ekki allan almenning ef stærstu skipafélög landsins, einráð á markaði, gerast sek um alvarleg lögbrot?

Ólíklegt verður að teljast að slíku yrði haldið leyndu um langt skeið í nokkru erlendu ríki.

Gamalreyndur blaðamaður, Ómar Valdimarsson, orðar þetta svo á Facebook:

Leki er ekki endilega hið sama og leki. Eitt er að leka upplognum pappírum til að koma höggi á fólk sem á undir högg að sækja og annað að leka staðfestum upplýsingum sem almenningur á heimtingu á að hafa aðgang að. Hugarfar þess sem lekur skiptir einnig máli: er hann að koma öðrum illa eða vill hann koma fleirum vel?

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025

Orðið á götunni: Stjórnmálamaður ársins á Íslandi og atvinnurekandi ársins 2025
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar

Hjálmar Sveinsson býður sig ekki fram til borgarstjórnar
Eyjan
Fyrir 1 viku

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross

Séra Örn Bárður Jónsson: Vissi lítið um trú – fékk opinberun og venti kvæði sínu í kross
Eyjan
Fyrir 1 viku

Svandís hættir sem formaður VG

Svandís hættir sem formaður VG
Eyjan
Fyrir 1 viku

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta

Karl Ágúst Úlfsson: Aldurinn farinn að segja til sín – eins gott að þú ert að hætta
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina

Þorsteinn Pálsson skrifar: Litli hluthafinn rýfur málhvíldina