fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Horfinn tími í Aðalstræti

Egill Helgason
Föstudaginn 17. október 2014 12:15

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þessi frábæra sumarmynd birtist á Facebook-síðu sem nefnist Gamlar ljósmyndir. Fylgir sögunni að myndin sé frá 1950.

Þarna er horft af gamla Landsímahúsinu í vestur yfir Fógetagarðinn, öðru nafni Víkurgarð, með myndinni fylgja þær upplýsingar að garðurinn hafi verið hannaður af Sigmari Guttormssyni Þormar.

Garðurinn hefur verið fallegur á þessum tíma – milklu fallegri en steinsteypta planið sem þar er núna og þar sem þrífst afar lítið mannlíf.

Í Aðalstræti, lengst til vinstri á myndinni, sjáum við stórhýsið Uppsali, þarna liggur Grjótagatan upp í Grjótaþorpið, en til vinstri er hús sem snýr út í garðinn,  það er meðal annars frægt vegna þess að þar hafði skáldið Vilhjálmur frá Skáholti verslun og seldi blóm og listmuni. Húsið brann 1967 – og lítil prýði er að ferlíkinu sem þarna kom í staðinn.

Öll húsin á myndinni heyra sögunni til. Þarna var seinna byggt hús sem svipar aðeins til Uppsala og við hliðina á því hús sem ber svipmót Fjalakattarins. Hann var hins vegar lengra í norður.

Þarna sjáum við líka silfurreyninn fræga sem garðræktarfrumkvöðullinn Schierbeck gróðursetti 1884. Það mun vera elsta tré Reykjavíkur.

 

10250205_10152741051741168_2388229103200043938_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við