fbpx
Sunnudagur 20.júlí 2025
Eyjan

Neysluviðmið ríkisins

Egill Helgason
Mánudaginn 13. október 2014 15:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fréttin um að ríkisvaldið meti það svo að kostnaður við að fæða hvern einstakling á dag sé 745 krónur hefur vakið mikla kátínu, reyndar gremjublandna hjá sumum. Þetta segir í frumvarpi fjármálaráðherra um virðisaukaskatt og mun vera byggt á gögnum frá Hagst0funni.

Varaþingmaðurinn og húsmóðirin Bryndís Loftsdóttir hefur mótmælt þessu og segir að tölurnar séu fráleitar.

Það er gaman að skoða viðbrögð við þessu á Facebook, þar hefur ýmislegt verið sagt, sumt upplýsandi, annað nokkuð kaldhæðnislegt.

Mér tókst einni og óstuddri að éta og drekka upp matarskammt dagsins fyrir hádegi. En samkvæmt neysluviðmiði Bjarna Ben eigum við ekki að eyða meira en 1488 kr á dag í mat miðað við að við borðum 3 máltiðir á dag. Maðurinn minn fær því ekkert að borða í kvöld nema kannski 99 kr núðlusúpu sem ég þarf að hita upp í rigningarvatni… Ef hann er heppin og ef mér tekst að finna 99 kr. núðlusúpupakka…

Ég fékk mér Shawarma á Mandi í hádeginu. Ég er þar með kominn um 300 kr fram úr því sem kostar að borða á dag, skv. viðmiðunum Hagstofunnar.
Best að svelta sig fram til morguns.

Ein með öllu kostar 380 krónur,ekki vildi ég vera í mat hjá þessum sem reiknar þetta út .

Megrunarkúr í boði stjórnvalda.

Hvað kostar máltíðin í mötuneyti Alþingis?

Sjálfsagt er hægt skrimta á þeim 250 krónum á máltíð, sem stjórnvöld ætla fólki, en mikið er sá lífsstíll víðsfjarri þeim sem boða hann.

Hvar er jarðtengingin? Stök skólamáltíð kostar 530 í skóla barnanna minna.Verð í annaráskrift er 395 kr. máltíðin. Ef ég leyfi mér að splæsa í hádegismat í skólanum eiga 350 kr.að duga til að gefa barni morgunmat, nesti, nónhressingu og kvöldmat. Þetta er svo arfavitlaust að manni fallast bara hendur.

Ef við reiknum með þessari upphæð sem sagt 2980 fyrir 4 manna fjölskyldu á dag og þessi fjölskylda verslar ódýrustu vörurnar og ekkert bruðl í neinu í Bónus þá gæti þetta litið svona út.
Nýmjólk 1,5 líter 193,-
Ca. 1 kg. bananar 249,-
1 Bónusbrauð 249,-
1 Smjörvi 398,-
1 Ostur 1200,-
1 Sparhakkpakki 398.-
1 Spaghetti pakki 175,-
Tómatsósa 248,-
Þetta gera samt 3110 krónur sem er 130 krónum yfir daglegu viðmiði fyrir ALLAR máltíðir dagsins hjá 4 manna fjölskyldu. Þarna er líka alveg á hreinu að hollustan hlýtur að víkja í matseðli því það er ekki til peningur fyrir henni. Ok ostur,smjörvi og brauð dugar í einhverja daga og þá er hægt að kaupa eitthvað grænmeti og ávexti hina dagana. En það sér hver einasta meðalgreind manneskja að þetta er alveg galið viðmið svo milt sé til orða tekið.

Hér á þessari vefsíðu má finna nokkra tilbúna rétti sem kosta ekki meira en 1000 kr. Tilvalið fyrir fjögura manna fjölskyldur sem þurfa að halda sig innan við viðmiðunarmörk ríkisstjórnarinnar.

tilbúnir-réttir-1-1

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir

Dineout og Heimar umbreyta upplifun gesta í mathöllum – ein greiðsla, margir staðir
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?

Orðið á götunni: Hvenær tekur maður þátt í málþófi og hvenær ekki?
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu

Halla Hrund útskýrir hvers vegna hún tók ekki þátt í málþófinu
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við

Áslaug Arna aftur komin á laun þrátt fyrir námsleyfi – Fær 3,1 milljónir þar til varamaður tekur við