Ég var um daginn að segja Kára frá því að til hefði verið drykkur sem kallaðist sykurlaust Valash. Hann trúði mér eiginlega ekki.
En Valash var appelsínugos, framleitt á Akureyri, og ég held þetta hafi verið fyrsti sykurlausi drykkurinn á markaði á Íslandi, að undanskildu Fresca.
Áður en kom Diet Coke og allt það, Tab og sykurlaust Egils appelsín.
Það var Sana sem framleiddi Valashið, en það mun vera upprunnið í Danmörku. Ekki veit ég hvort það er framleitt ennþá eða hvernig stendur á nafninu, en þegar maður gúglar sé maður til dæmis að til var persneskur prins sem hét Valash. Óvíst er um tengslin þar á milli.
Og ekki man ég heldur hvernig sykurlaust Valash var á bragðið – en það er verðugur fulltrúi á íslensku gosminjasafni.