fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Núll traust

Egill Helgason
Þriðjudaginn 7. október 2014 16:19

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Daginn eftir sex ára afmæli hrunsins les maður þetta viðtal í Viðskiptablaðinu.

Þarna er rætt við „framkvæmdastjóra markaða“ hjá Landsbankanum sem hvetur til þess að fólk kaupi hlutabréf.

Nú er það svo að almenningur ætti alls ekki að hætta sér út á hlutabréfamarkaðinn íslenska. Þar eru fyrir lífeyrissjóðir, svokallaðir fjárfestar og einhverjir aðilar sem reyna að teika þá.

Og þá er líka athyglisvert að einmitt nú eru fyrir dómi stjórnendur í gamla Landsbankanum sem eru sakaðir um að hafa notað ýmis ráð til að tjakka upp verð hlutabréfa í bankanum fyrir hrun og halda því svo uppi með falsi.

Það þarf reyndar ekki annað er að skoða þróun íslenska hlutabréfamarkaðarins fyrir hrun til að sjá að þetta var gert, um það var líka fjallað í skýrslu rannsóknarnefndar.

En hinir ákærðu neita öllu – og traustið á íslenskum hlutabréfamarkaði er enn í núlli.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Vaka stýrir COLLAB

Vaka stýrir COLLAB
EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?

Orðið á götunni: Ríkisstjórnin sker stjórnarandstöðuna úr snörunni en uppsker engar þakkir – hvað hefði Davíð Oddsson gert?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!

Svarthöfði skrifar: Hættið nú að moka, greyin mín!