Hér eru tvær glóðvolgar myndir af hundaskít í miðborg Reykjavíkur. Önnur er úr Skólastræti, hin úr Bergstaðastræti.
Það virðist núorðið vera lenska að ekki má vera græn tó án þess að hundur skíti á hana.
Auðvitað er ekki við hundana að sakast, þeir hlýða kalli náttúrunnar, heldur við hundaeigendur – sem margir stunda þessi myrkraverk í skjóli nætur.
Fara út að ganga með ferfætlingana og láta þá skíta svo lítið beri á undir veggjum og þar sem er að finna smá grasbletti.
Yfirleitt komast hundaeigendurnir upp með þetta, en það mætti hugsa sér að væru settar á háar sektargreiðslur og jafnvel svipting á leyfi til að eiga hund.
Ég veit – þetta eru ógeðslegar myndir.