fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
Eyjan

Árviss hráskinnaleikur um Ríkisútvarpið

Egill Helgason
Fimmtudaginn 2. október 2014 23:25

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eitt vandamál Ríkisútvarpsins er að það er að sligast undan eftirlaunaskuldbindingum sem fylgdu með þegar því var breytt í ohf. – hlutafélag í eigu ríkisins.

Peningarnir sem koma inn með útvarpsgjaldinu fara semsagt í ýmsa aðra hluti en að búa til dagskrá og miðla henni.

Og útvarpsgjaldið skilar sér heldur ekki allt.

Fyrrverandi starfsmaður Ríkisútvarpsins, Þórhallur Birgir Jósefsson, orðar það svo á Facebook:

Alþingi svíkur mig um útvarpsgjaldið!
Leggur á mig (og alla fjölskylduna) heilt útvarpsgjald, með vísan í lög sem segja að þetta gjald eigi að fjármagna rekstur Ríkisútvarpsins.
Síðan tekur Alþingi sig til að tekur stærri og stærri hluta gjaldsins í eitthvað allt annað og svo koma formaður og varaformaður fjárlaganefndar og eru með derring yfir að RÚV þurfi að skera meira niður!
Þessi framkoma er akki sæmandi fólki sem hefur fengið umboð frá kjósendum til að annast ríkisreksturinn, ekki til að eyðileggja eina elstu og helstu menningarstofnun landsins!

Nú kemur fram sú hugmynd að selja Rás 2 til að afla fjár.

Maður spyr hvað eigi að selja? Óla Palla? Geisladiska? Nokkrar tölvur sem innihalda tónlist? Einhvern tækjabúnað? Svosem eitt stúdíó? Nafnið? Það er satt að segja ekki eftir miklu að slægjast og arðurinn af útvarpsrekstri er ekki mikill. En Rás 2 hefur haft það menningarhlutverk að sinna nýrri tónlist, ekki síst þeirri íslensku – ég held varla að einkaaðilar séu að keppast um að komast í það.

En er ekki tími til að hinum árvissa hráskinnaleik um Ríkisútvarpið linni?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

EyjanFastir pennar
Fyrir 3 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sólin er komin
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar

Guðrún segir þinglok staðfesta fórn ríkistjórnarinnar
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.

Stjórnarandstaðan lofar afleiðingum eftir beitingu 71. gr.
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið

Ólafur segir ekki hafa verið annað í stöðunni en að beita 71. gr. og þótt fyrr hefði verið
EyjanFastir pennar
Fyrir 6 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald

Sigmundur Ernir skrifar: Minnihlutinn á Alþingi hefur ekki neitunarvald
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“

Orð Sigurðar Inga um 71. grein og brotið lýðræði falla ekki í kramið – „Hættu að vinna fyrir Sjálfstæðisörflokkinn“