fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Eyjan

Tímamótabók Pikettys

Egill Helgason
Mánudaginn 21. apríl 2014 14:16

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

New York Times birtir viðtal við Thomas Piketty, nýju stjörnuna á himni hagfræðinnar. Bók Pikettys kom út í Frakklandi fyrir ári, hún fer nú sigurför um heiminn, bókin heitir Auðmagnið á 21. öld. New York Times segir í fyrirsögn að Pikkety ráðist til atlögu við Adam Smith en líka Karl Marx.

Piketty byggir verk sitt á miklu magni gagna sem hann hefur safnað saman, talnaefni – en hann horfir líka til sögunnar og hann talar um Jane Austen og Balsac í bók sinni. Hann segist sjálfur vera einlægur markaðshyggjumaður.

„Við þurfum einkaeign og stofnanir markaðsins, ekki bara vegna hagkvæmninnar heldur líka vegna einstaklingsfrelsisins,“ segir hann.

En stóra hættan við kapítalismann er ójöfnuðurinn að mati Pikketys. Og hann vex ef menn gá ekki að sér. Ástæðan er í grundvallaratriðum sú að vöxturinn af fjármagni er meiri en hinn eiginlegi hagvöxtur – það þýðir að peningar færast stöðugt til þeirra sem eiga fjármagn, en í miklu minna mæli til þeirra sem vinna fyrir launum. Á tíma þegar lítill vöxtur er í hagkerfinu og mannfjöldinn stendur í stað eykst ójöfnuðurinn.

Þvert á móti var jöfnuður meiri á árunum eftir stríð. Þá var mikill hagvöxtur og mannfjöldinn var mjög vaxandi.

Inn í þetta spilar svo stefna Reagans og Thatcher sem gekk út á að lækka skatta og álögur á ríkt fólk – hugmyndin var sú að auðurinn myndi leka niður í neðri lög samfélagsins. Þetta reyndist vera rangt, segir Piketty.

Ójöfnuðurinn hefur slæm áhrif á lýðræðið, á réttarfarið, á samheldnina og siðferðið í samfélaginu, segir Piketty. Jöfn tækifæri eru ekki síður mikilvæg en jafn atkvæðisréttur.

Það er spurning hvað þetta á eftir að reynast mikilvæg bók. Hún er komin á lista yfir mest seldu bækur hjá New York Times. Nóbelsverðlaunahagfræðingurinn Paul Krugman hefur tekið hana upp á arma sína og segir að þetta sé líklega mikilvægasta hagfræðirit áratugarins. Bæði páfinn og Obama forseti halda ræður um ójöfnuð – það er kominn tími til að breyta stefnunni – ef það er þá hægt.

Piketty segist ekki vera neinn byltingarmaður. En hann segir að breyta þurfi skattbyrðinni. Hann er hlynntur alþjóðlegum skatti á fjármagn og þegar hann er spurður hvort eigi að senda herlið í skattaskjól eins og til dæmis Ermasundseyjuna Guernsey, svarar hann að það sé nóg að beita viðskiptaþvingunum.

34429-pik6-580x310

 Thomas Piketty. Hér, á vef New Yorker, er ágætt ítarefni um bók hans í formi línurita.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“

Ný vonarstjarna Demókrata gæti komist í mikilvægt embætti – Trumpistar kalla hann „hryðjuverkamann“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni

Veiðigjaldafrumvarpið: Harðlínumennirnir hafa undirtökin innan SFS – málflutningurinn heldur ekki vatni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól

Óttar Guðmundsson skrifar: Heillandi fól
Eyjan
Fyrir 1 viku

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið

Safna undirskriftum til að skora á Alþingsmenn að stöðva málþófið