Vigdís Hauksdóttir fékk ekki sæti í ríkisstjórn, en hún er orðin formaður fjárlaganefndar.
Í fyrra bar hún fram eftirfarandi fyrirspurn á Alþingi vegna fjárlaganna sem þá voru samþykkt.
Hver er ástæða þess að eftirtöldu er hlíft við niðurskurði í frumvarpi til fjárlaga fyrir árið 2012: Harpan, Vestnorrænt menningarhús í Kaupmannahöfn, Óbyggðanefnd, Atvinnuuppbygging og fjölgun vistvænna starfa, Þjóðgarðurinn á Þingvöllum, Námsmatsstofnun, Rannsóknarmiðstöð Íslands, Ritlauna- og rannsóknarsjóður prófessora, Markáætlun á sviði vísinda og tækni, Rannsóknasjóður, Tækjasjóður, Rannsóknarnámssjóður, Fræða- og þekkingarsetur út um allt land, Reykjavíkurakademían, Þróunarsjóður fyrir starfsnám, Vinnustaðanámssjóður, Listasafn Einars Jónssonar, Listasafn Íslands, Kvikmyndasafn Íslands, Safnasjóður, Fjölmiðlanefnd, Ríkisútvarpið, Íslenski dansflokkurinn, Þjóðleikhúsið, Sinfóníuhljómsveit Íslands, Launasjóðir listamanna, Listskreytingasjóður, Kvikmyndamiðstöð Íslands, Bókasafnssjóður höfunda, Kynningarmiðstöð íslenskrar myndlistar, Bókmenntasjóður, Bandalag íslenskra leikfélaga, Tónlistarsjóður, Tónlist fyrir alla, Íslenska óperan, Samningur við Akureyrarbæ um menningarstarfsemi, Þátttaka í bókakaupstefnu í Frankfurt, Heiðurslaun listamanna, Skriðuklaustur, Snorrastofa, Þórbergssetur, Æskulýðsráð ríkisins, Skátarnir, Útilífsmiðstöð skáta, Æskulýðsrannsóknir, Sérstakur saksóknari, Umferðarstofa, Jöfnunarsjóður alþjónustu, Þjóðkirkjan, Kirkjumálasjóður, Kristnisjóður, Sóknargjöld, Jöfnunarsjóður sókna, Neytendastofa, Talsmaður neytenda, Lýðheilsusjóður, Jafnréttisstofa, Styrkir til fiskvinnslustöðva, Námskeiðahald og átaksverkefni Atvinnuleysistryggingasjóðs, Bankasýsla ríkisins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Tækniþróunarsjóður, Staðlaráð, Fjárfestingarstofan, Orkustofnun, Orkusjóður, Byggðastofnun, Rannsóknir á botndýrum á Íslandsmiðum, Umhverfisvöktun, Skrifstofa um vernd gróður- og dýraríkis á norðlægum slóðum, Rannsóknastöð að Kvískerjum, Náttúrurannsóknastöðin við Mývatn, Vatnajökulsþjóðgarður, Landgræðsla ríkisins, Skógrækt ríkisins, Hekluskógar, Úrvinnslusjóður, Endurvinnslan, Landmælingar Íslands, Náttúrustofur út um allt land og Stofnun Vilhjálms Stefánssonar? Svar óskast sundurliðað.
Í svari kom fram að margar af þessum stofnunun sættu niðurskurði, því þótt framlög hefðu hækkað í krónutölu, væri það í raun lækkun á raunvirði.
En nú getur Vigdís semsagt leitað svara sjálf – og látið verkin tala.