Eitt sinn gekk ég inn á veitingahúsið Greifann á Akureyri með Hemma Gunn og Bubba Morthens. Við vorum þrír saman.
Staðurinn var troðfullur af fólki.
Ég var ekkert frægur, en mér til hvorrar handar voru tveir frægustu menn Íslands.
Bubbi hafði verið að segja Hemma til um hvernig hann ætti að hætta að reykja – það er önnur saga.
En þar sem við gengum inn fann maður að allt snarþagnaði á veitingahúsinu.
Svo upphófst smá kliður sem fór hækkandi, fyrst frá börnunum. Maður heyrði sagt á hverju borði:
„Hemmi, Hemmi, Hemmi.“
Þá fann ég hvað var að vera alvöru frægur.