fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Hakkari og hugarburður hans

Egill Helgason
Þriðjudaginn 4. júní 2013 00:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nú er búið að handtaka Sigga hakkara fyrir fjársvik. Hann hefur komið víða við. Ferillinn er býsna skrykkjóttur.

Það var til að hitta hann að FBI menn komu til Íslands á sínum tíma. Þá voru á kreiki furðusögur um að stæði til að hakka tölvur Stjórnarráðins.

Þessar sögur munu hafa verið komnar frá Sigga – sem er ekki sérlega ábyggilegur heimildamaður. Hann sagðist hafa verið starfsmannastjóri WikiLeaks. Það var hugarburður.

En þegar umræða fór í gang um þetta í vetur fóru margir mikinn og héldu því fram að þáverandi innanríkisráðherra hefði verið að leggja stein í götu réttarkerfisins þegar hann stöðvaði FBI.

Ekki var mikil reisn yfir þeirri umræðu.

FBI mennirnir fóru víst með Sigga af landi brott til að heyra sögurnar hans, enda var tilgangurinn alltaf sá einn að njósna um WikiLeaks og þá sem höfðu átt samstarf við Julian Assange á Íslandi.

Og talið um að hakka hafi átt vef Stjórnarráðsins var líka hugarburður, eins og lesa má í þessari grein Birgittu Jónsdóttur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig