fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Bowie í Marseille 1978

Egill Helgason
Mánudaginn 3. júní 2013 15:09

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég fór að rifja upp hvaða stóru tónleika ég hef farið á um dagana. Ég hef alltaf haft mikið yndi af því að fara á tónleika, og það er eiginlega sama í hvaða grein tónlistar það er.

Einhverjir bestu tónleikar sem ég hef farið á hafa verið í Hörpu, tónleikar Berlínarfílharmóníunnar með Simon Rattle og Gautaborgarsinfóníunnar undir stjórn Dudamels. Ég hef reyndar náð að vera á fernum tónleikum með Berlínarfílharmóníunni, þrisvar undir stjórn Rattles og einu sinni undir stjórn Abbados.

Þetta kom til vegna þess ég rifjaði upp í ákveðnu samhengi á Facebook að ég hefði séð David Bowie í Marseille 1978. Með hjálp netsins er hægt að finna furðulegustu hluti, nú get ég séð að tónleikarnir voru 27. maí þetta ár og hvaða lög hann spilaði.

Það voru meðal annars Heroes, Fame, Station to Station, TVC15 og Rebel Rebel.

Ég sá Led Zeppelin í Laugardalshöll 1970. Þá var ég ekki nema tíu ára, en fjarska mikill áhugamaður um tónlist. Ég og vinur minn, Siggi Pálmi, fengum að fara með Jóni Ásbergssyni, stóra bróður hans, núverandi forstjóra Íslandsstofu. Ég kann honum ævarandi þökk fyrir.

Sama ár sá ég Kinks spila í Höllinni. Þeir voru nýbúnir að gera Lola að vinsælu lagi, en tónleikarnir þóttu ekki vel heppnaðir.

Ég sá Dylan í París 1978, sá túr kom seinna út á Budokan-plötunni, Neil Young í Barcelona 1987, Frank Zappa á Knebworth-hátíðinni 1978, Van Morrison hef ég séð fjórum sinnum en Paul McCartney tvisvar. Rolling Stones sá ég á Twickenham-leikvanginum fyrir utan London 2006. Þetta er stór og ljótur íþróttavöllur og það var ekki góð stemming á tónleikunum. Almennt held ég að beri að forðast tónleika á slíkum völlum.

mem_78

´

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 5 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?

Orðið á götunni: Verður Sjálfstæðisflokkurinn utan valda í nær öllum helstu sveitarfélögunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig

Málþæfður minnihluti þarf að átta sig