Merkilegt er að sjá viðbrögð ráðamanna í Tyrklandi við mótmælunum í landinu. Sumt af því er kunnuglegt.
Fólk safnast saman í borgum og bæjum, en að auki hafa margið brugðið á það ráð að lemja potta og pönnur, sumir jafnvel bara úti á svölum hjá sér.
En Erdogan forsætisráðherra segir:
„Taksim er ekki Tyrkland.“
Les: „Þið eruð ekki þjóðin.“
Það er talað um að mótmælendur séu hryðjuverkamenn – hér á Íslandi var reyndar látið nægja að kalla þá skríl.
Og svo er farið að kenna útlendingum um allt sem miður fer – það er svo þægilegt. Um leið er höfðað til þjóðerniskenndar.
En hvað sagði ekki Samuel Johnson:
„Patriotism is the last refuge of a scoundrel.“