fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Ágætt skipulag á Landsímareit

Egill Helgason
Miðvikudaginn 12. júní 2013 11:48

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég verð að viðurkenna að ég hef ekki alveg skilið andstöðuna við byggingarnar á svonefndum Landsímareit. Hallast helst að því að þetta sé einhvers konar nimbyismi – þ.e. að helst megi ekkert byggja á þessu svæði án þess að því verði mótmælt.

Eitthvað blandast þarna inn eftirsjá eftir skemmtistað sem nefndist NASA undir það síðasta. Sá staður var í viðbyggingu við gamla Kvennaskólahúsið, stóð ekki undir sér og er löngu búinn að loka. Í byggingatillögunum er reyndar gert ráð fyrir hljómleikasal á sama stað – þó ekki næturklúbb.

Svo hefur verið dreift á netinu mynd af skuggavarpi frá byggingunum yfir á Austurvöll. Staðreyndin er samt sú að skuggavarpið eykst lítið sem ekkert frá því sem nú er, enda standa við Austurvöllin stórhýsi vestan, norðan og austanmegin.

Við sunnanverðan völlinn stendur Alþingishúsið og Dómkirkjan. Alþingi mótmælti vegna þess að byggingar væru komnar of nálægt húsinu. En staðreyndin er sú að þar sem er bílaplan við nýrri hluta Landsímahússins (sem er tómt og afar ljótt) voru hús í eina tíð. Það er semsagt hefð fyrir byggingum þarna.

Ef teikningarnar eru skoðaðar virðast lausnirnar vera nokkuð góðar, eins og borgarfulltrúar Besta flokksins staðhæfa í nýlegri grein.

Húsin við Kirkjustræti eru lágreist og taka mið af byggðinni í kring – en fyrir aftan eru hærri byggingar sem renna saman við Landsímahúsin tvö. Þarna er gert ráð fyrir margvíslegri starfsemi á neðstu hæðunum, og mun ekki af veita – svæðið er steindautt eins og það er nú.

Það sem fólk vill varðveita eru semsagt bílastæði, tvö stór hús Landsímans og stór skúr aftan við gamla Kvennaskólann/Sigtún.

Enn ein furðuleg röksemd er að ekki megi byggja fleiri hótel í Miðbænum. Nú ferðast ég talsvert mikið og það er eitt sem ég forðast sérstaklega – það er að vera í hótelum í úthverfum. Ég hygg að svo sé um flesta ferðamenn. Staðreyndin er sú að það eru ekki sérlega mörg hótel í Miðbænum og þau eru flest smá.

Það er líka svo að ferðamennirnir sem gista á hótelunum standa undir flestu því sem núorðið er að finna í miðborg Reykjavíkur, veitingastöðunum og verslununum. Ef þeir kæmu ekki til væri fátt um fína drætti í miðborginni. Það er nefnilega líf í kringum hótel.

Hér eru nokkrar myndir sem sýna hvernig Landsímareiturinn kemur til með að líta út með nýbyggingunum. Myndirnar eru fengnar úr grein eftir Hilmar Þór Björnsson arkitekt sem skrifar hér á Eyjuna – hann lauk einmitt lofsorði á þetta skipulag.

Hilmar nefndi reyndar að það væri sorglegt að Ingólfstorg væri ekki endurskipulagt í tengslum við nýbyggingarnar. Það var upphaflega ætlunin, en frá því var horfið vegna mótmæla. Ingólfstorg þyrfti að taka rækilega í gegn, enda er það hrollvekjandi ljótt og kuldalegt.

602071_10151464910550042_513773297_n

485160_10151464910195042_1153984026_n

548756_10151464910320042_1713159978_n

574578_10151464910535042_1376513719_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Ætlum að opna fleiri verslanir
EyjanFastir pennar
Fyrir 4 dögum

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?

Svarthöfði skrifar: Eftirlit í þágu milliliða – hver fylgist með eftirlitsmönnunum?
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Sítengd og stimpluð
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Rangt gefið þegar heildsöluverð til hinna minni er hærra en smásöluverðið hjá þeim stóru
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí

Nína Richter skrifar: Miðaldra konur í hörtóga á Balí
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB

Davíð Þór Björgvinsson skrifar: Stjórnarskráin og ESB
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi

Svarthöfði skrifar: Öfugmælavísa ritstjórans – niðurlæging stjórnarandstöðunnar tekur engan endi
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni

Thomas Möller skrifar: Meiri bjartsýni – minni svartsýni