Mesta framfaramál í Reykjavík fyrr og síðar var Hitaveitan. Hún tók til starfa
Þarna fengu heimilin heitt rennandi vatn og orku til húshitunar – það tókst á furðu skömmum tíma að hætta að nota kol og olíu.
Fyrsta húsið sem var tengt við hitaveituna var Hnitbjörg, listasafn Einars Jónssonar á Skólavörðuholti.
Lengi síðan hefur Hitaveitan verið stolt Reykvíkinga. Því er dálítið öðruvísi háttað nú þegar við höfum Orkuveituna svokallaða sem á í eilífum vandræðum.
Hér verður minnt á orð Jóhannesar Zoëga sem var hitaveitustjóri í Reykjavík 1962 til 1987.
Hann skrifaði í grein í Morgunblaðið um nýtingu jarðhitans og líkir honum við námur sem hægt er að tæma – þessi grein er mjög þörf lesning í dag, endar með svofelldum orðum:
„Orkuvinnslan á Nesjavöllum á fyrst og fremst að vera í þágu Hitaveitu Reykjavíkur, til þess að tryggja íbúum höfuðborgarsvæðisins sem allra lengst næga og ódýra húshitun. Hitaveituvinnslan má ekki vera aukabúgrein og hornreka á þessum stað, eins og stefnt er að með því rarorkuverki sem nú er í smíðum og stækkun þess.“