Alveg er það rétt sem Sigrún Davíðsdóttir segir að hér ríkir áhugaleysi gagnvart skattabrellum fyrirtækja og notkun aflandsfélaga til að komast undan skattgreiðslum. Sigrún furðar sig á því hversu lítið er fjallað um þessi mál hér, miðað það sem er að gerast í Evrópu.
En hérna virðist þetta ekki vera neitt mál. Það kemst upp að útgerðarfyrirtæki stunda þetta og líka stóriðjufyrirtæki. En þá leysist allt upp í pólitískt þras og margir hlaupa meira að segja í vörn fyrir hina brotlegu.
Bæði á meginlandi Evrópu og í Bretlandi er hins vegar hávær krafa um að réttlæti ná fram að ganga – að á tíma niðurskurðar sem leggst þungt á almenning geti auðmenn og stórfyrirtæki komið sér hjá því að greiða til samfélagsins.