fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
Eyjan

Samræmi á Skólavörðuholti

Egill Helgason
Fimmtudaginn 30. maí 2013 16:42

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ég hef stundum kvartað yfir því hversu Skólavörðuholtið er tætingslegt í útliti. Skólavörðustígurinn og kirkjan laða að sér ferðamenn, en umhverfið í kring er ekki upp á marga fiska.

Nema auðvitað safn Einars Jónssonar sem er mögnuð bygging.

Í gegnum tíðina hafa verið uppi ýmsar hugmyndir um Skólavörðuholtið. Guðjón Samúelsson vildi reisa þar Háborg íslenskrar menningar með alls kyns menningarhúsum, háskóla og stúdentagörðum.

Það voru stórkostleg plön – og ansi flott.

Hugmyndirnar á myndinni hér að neðan eru nýrri eða frá fimmta áratug síðustu aldar.

Mörgum kann að finnast þetta heldur kassalaga, en þarna er þó ákveðin heildarmynd sem heillar. Sumt af þessu minnir á hverfin á Melunum, þar er að finna hvað mest samræmi í byggingarlist á Íslandi.

Takið eftir að þó búið sé að byggja íbúðarblokkir – reyndar frekar lágreistar – umhverfis holtið, er enn haldið í hús við ofanverðan Skólavörðustíg, þar á meðal, að manni sýnist, hús númer 35, en þar bjó Guðjón Samúelsson sjálfur.

486658_595982380419784_764624025_n

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 4 dögum

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn

Gréta María Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri Prís: Mikilvægt að styðja við verðsamkeppni – hefur áhrif á allan markaðinn
Eyjan
Fyrir 4 dögum

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“

Sólveigu Önnu brugðið eftir viðtal við Heiðu borgarstjóra – „Einstaklingar sem að sækjast eftir miklum völdum verða að geta axlað mikla ábyrgð“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda

Ari Kr. Sæmundsen skrifar: Fjármálalesblinda
Eyjan
Fyrir 1 viku

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin

Orðið á götunni: Hin raunverulega ástæða fyrir málþófinu um veiðigjöldin