Það verður seint sagt að stjórnarsáttmáli Sjálfstæðisflokks og Framsóknar sé sérlega hægri sinnað plagg.
Í rauninni bíður maður eftir því að raddir fari að heyrast innan úr Sjálfstæðisflokki að þetta sé ekki nógu gott.
Það er lögð áhersla á óbreytt styrkjakerfi í landbúnaði.
Það er ekkert talað um einkarekstur í heilbrigðiskerfinu.
Ekki heldur einkarekstur í menntakerfinu.
Það er ekkert sagt um að selja eigi Landsvirkjun.
Það er lögð áhersla á byggðastefnu og byggðaaðgerðir.
Það á að hækka greiðslur til bótaþega.
Það er helst í fyrirheitum um skattalækkanir að birtist hægri stefna, en hún er tæplega merkjanleg í stóriðjumálum þar sem mjög er treyst á aðkomu ríkisvaldsins.