Bjarni Benediktsson, nýr fjármálaráðherra, segir að skoða verði hvort Landsvirkjun geti útvegað orku til álversins í Helguvik ef orkan fæst ekki annars staðar.
En nú er almennt viðurkennt að orka til stóriðju er seld á of lágu verði. Þetta hefur komið fram hjá Landsvirkjun sjálfri.
Og ef Landsvirkjun fær heldur ekki nógu gott verð fyrir orku sem yrði seld til Helguvíkurálvers?
Hvað þá?
Væri hægt að skikka fyrirtækið til að selja hana samt?