Í stjórnarsáttmálanum er nokkuð rætt um þjóðmenningu – og þar er líka talað um húsafriðun.
Þessar áherslur eru greinilega komnar frá Sigmundi Davíð Gunnlaugssyn, því samkvæmt forsetabréfi um skipan ráðuneyta eiga eftirfarandi mál nú að heyra undir forsætisráðuneytið:
„Þjóðmenning, þar á meðal:
Vernd sögulegrar og menningartengdrar byggðar og umhverfis- og skipulagsmál því tengd.
Vernd þjóðargersema.
Minjasöfn, þ.m.t. Þjóðminjasafn Íslands.
Fornleifar.
Húsafriðun.
Varðveislu menningararfsins, þ.m.t. jarðfastra minja og gripa og flutning menningarverðmæta úr landi og skil þeirra til annarra landa.
Minjastofnun Íslands.
Örnefni.
Bæjanöfn.
Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Örnefnanefnd.“
Þetta er nýung, þessi mál hafa heyrt undir mennta- og menningarráðuneytið, en þau eru semsagt tekin af Illuga Gunnarssyni, nýjum menntamálaráðherra. Forsætisráðuneytið er semsagt orðið hálfgert menningarráðuneyti.
Af því tilefni skrifar Sjón á Facebook síðu sína: